Home Fréttir Í fréttum Skýrsla starfshóps um myglusvepp í húsnæði birt – Auka þarf fræðslu og...

Skýrsla starfshóps um myglusvepp í húsnæði birt – Auka þarf fræðslu og leiðbeiningar

292
0

Í nýrri skýrslu um myglusvepp í húsnæði og tjón af hans völdum kemur fram að röng vinnubrögð við hönnun og mannvirkjagerð, vanræksla á viðhaldi og röng notkun á húsnæði virðast vera helstu orsakir raka- og mygluvandamála í húsnæði.

<>

Þetta eru niðurstöður átta manna starfshóps sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði í júní í fyrra eftir að þingsályktunartillaga um skipan hans var samþykkt. Óskað var eftir því að starfshópurinn tæki til heildstæðrar endurskoðunar lög og reglur á sviði byggingarmála með tillliti til myglusveppa. Skýrslunni var skilað í lok mars.

Að því er segir á vefsíðu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins felast tækifæri til úrbóta í aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum á sviðinu sem gæti leitt til bættra vinnubrgaða og byggingaraðferða.

Þingsályktunartillagan var lögð fram eftir að alvarlegt mál kom upp á Austurlandi vegna myglusveppa í þökum nýlegra íbúðarhúsa. Kom í ljós að um 50 íbúðarhús á Egilsstöðum og Reyðarfirði voru illa farin vegna myglusveppa. Íbúarnir þurftu margir hverjir að yfirgefa húsin tímabundið eða taka úr notkun einstaka hluta þeirra þar sem myglan var mest, enda getur hún valdið fólki heilsutjóni.

Í þingsályktunartillögunni kom fram að vitað er um yfir 100 fjölskyldur hér á landi sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín til lengri eða skemmri tíma á undanförnum árum vegna heilsufarsáhrifa og annars tjóns af völdum myglusveppa og tugir þeirra hafa sagt alfarið skilið við húsnæðið.

Heimild: Dv.is