Home Fréttir Í fréttum Um 1.800 þinglýsingarbeiðnir bíða afgreiðslu hjá sýslumanni

Um 1.800 þinglýsingarbeiðnir bíða afgreiðslu hjá sýslumanni

84
0
Sýslumaðurinn í Reykjavík

Um 1.800 þinglýsingarbeiðnir bíða afgreiðslu hjá sýslumanni. Fasteignasali segir skaðabótaskyldu geta myndast.

Ótímabundið verkfall lögfræðinga hjá Bandalagi háskólamanna hófst 7. apríl síðastliðinn, en verkfalilið hefur haft mikil áhrif á þinglýsingardeildir sýslumannsembættanna. „Þetta er hræðilegt ástand, það verður enginn frágangur á málunum og þetta stórskaðar hagsmuni fólks,“ segir Ingólfur Geir Gissurarson, eigandi fasteignasölunnar Valhallar, í samtali við Morgunblaðið.

<>

Þar er greint frá því að um 1.800 þinglýsingarbeiðnir bíði enn afgreiðslu auk fjölda annarra mála. Ingólfur segir verkfallið hafa gríðarleg áhrif á kaupendur og seljendur, sérstaklega þegar nálgist afhendingardag íbúða. Verði verkfallið miklu lengra en tvær vikur geti hlotist stórkostlegur skaði af og skaðabótaskylda myndast.

Telur Ingólfur að skoða ætti hvort rétt sé að undanþiggja frá verkfalli störf við þinglýsingar. „Öll viðskipti með fasteignir í landinu stöðvast og svo jafnvel afleidd viðskipti. Það versta er að samningsaðilar í þessari kjaradeilu virðast ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins fyrir viðskiptalífið og almenning.“

Heimild: Vb.is