Breytingarnar á sundlaugarsvæðinu kosta tæplega 300 milljónir króna og lengi hefur verið deilt um hvort ráðast eigi í þær. Í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár voru 100 milljónir króna settar í verkefnið, en á því næsta er gert ráð fyrir því að 200 milljónir verði settar í það.
Á þessu ári hefur verið ráðist í endurnýjun á skautasvellinu í Skautahöll Akureyrar og endurnýjun gervigrassins í Boganum, en miðað við fjárhagsáætlun næsta árs eru breytingarnar á sundlauginni eina stóra staka framkvæmdin á næsta ári.
Sem fyrr segir eru verklok áætluð í júní á næsta ári, en þá munu gestir geta valið á milli þess að renna sér niður „Regnbogann”, „Ölduna”, eða „Klósettskálina.” Þetta eru heitin á nýju rennibrautunum, en auk þerra verður settur upp tvískiptur heitur pottur.
Heimild: Ruv.is