Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við endurbætur á Sundlaug Akureyrar eru komnar vel á veg

Framkvæmdir við endurbætur á Sundlaug Akureyrar eru komnar vel á veg

337
0
Mynd: Ruv.is
Framkvæmdir við endurbætur á Sundlaug Akureyrar eru komnar vel á veg og búið er að afmarka stóran hluta sundlaugarsvæðisins, þar sem settar verða upp nýjar rennibrautir, lendingarlaugar og pottar. Verklok eru áætluð í júní á næsta ári og sundgarpar þurfa því að gera sér að góðu í vetur, að hafa verktaka með sín tól og tæki inni á svæðinu.
 27-10-2016-sundlaugarsvaedi-ak-gunnmynd

Breytingarnar á sundlaugarsvæðinu kosta tæplega 300 milljónir króna og lengi hefur verið deilt um hvort ráðast eigi í þær. Í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár voru 100 milljónir króna settar í verkefnið, en á því næsta er gert ráð fyrir því að 200 milljónir verði settar í það.

<>

Á þessu ári hefur verið ráðist í endurnýjun á skautasvellinu í Skautahöll Akureyrar og endurnýjun gervigrassins í Boganum, en miðað við fjárhagsáætlun næsta árs eru breytingarnar á sundlauginni eina stóra staka framkvæmdin á næsta ári.

28.07.2016 Svæði Sundlaugar AkureyrarSem fyrr segir eru verklok áætluð í júní á næsta ári, en þá munu gestir geta valið á milli þess að renna sér niður „Regnbogann”, „Ölduna”, eða „Klósettskálina.” Þetta eru heitin á nýju rennibrautunum, en auk þerra verður settur upp tvískiptur heitur pottur.

Heimild: Ruv.is