Home Fréttir Í fréttum Vilja keðju­ábyrgð aðal­verk­taka og verk­kaupa í lög

Vilja keðju­ábyrgð aðal­verk­taka og verk­kaupa í lög

132
0

Miðstjórn Samiðnar seg­ir það mik­il von­brigði hversu hægt gangi að inn­leiða keðju­ábyrgð aðal­verk­taka og verk­kaupa í tengsl­um við verk­leg­ar fram­kvæmd­ir hér á landi. Hvorki lög­gjaf­inn né sam­tök at­vinnu­rek­enda hafi sýnt vilja til að verða við þess­ari kröfu þrátt fyr­ir að mörg dæmi séu um að brotið sé á starfs­mönn­um er­lendra und­ir­verk­taka sem starfi hér á landi. Þetta kem­ur fram í samþykkt miðstjórn­ar­inn­ar.

<>

Í samþykkt­inni er skorað á nýtt Alþingi að gera það að sín­um fyrstu verk­um að tryggja skýra lög­gjöf um keðju­ábyrgð. Þá er fram­taki Lands­virkj­un­ar, Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar og Reykja­vík­ur­borg um að setja inn ákvæði um keðju­ábyrgð í útboðsskil­mál­um sín­um fagnað. Eru önn­ur sveit­ar­fé­lög og ríki hvött til að gera það sama.

Samiðn skor­ar einnig á vænt­an­lega rík­is­stjórn að ná sátt við Alþingi um breyt­ing­ar á lög­um um op­in­bera líf­eyr­is­sjóði fyr­ir næstu ára­mót. Það sé for­senda fyr­ir sam­ræm­ingu líf­eyr­is­rétt­inda eins og sam­komu­lag sé um á al­menna og op­in­bera vinnu­markaðinum. Gangi þetta ekki eft­ir séu þær for­send­ur brostn­ar.

Heimild: Ruv.is