Home Fréttir Í fréttum Ríkið í stígagerð við Geysissvæðið

Ríkið í stígagerð við Geysissvæðið

131
0
Geysir í Haukadal. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum í gerð stíga og palla við Geysi í Haukadal, en ríkið á þar jörðina Laug.

<>

Verkið er á ábyrgð Umhverfisstofnunar og snýst framkvæmdin um bætt aðgengi ferðamanna að svæðinu og gerð stíga og áningarstaða með tilheyrandi frágangi í landi jarðarinnar Laugar, þ.e. frá tjaldsvæðinu á Geysi og upp á Laugarfell.

Ríkið á einnig þriðjung svæðisins næst í kringum helstu goshveri innan girðingar. Um er að ræða fyrsta áfanga í verkinu og felur t.d. í sér stígagerð með náttúrusteini, þökulagnir og ýmsa lagfæringu á landskika, en auk þess munu verða smíðaðir bekkir úr trjábolum úr Haukadalsskógi.

Verkinu á að vera lokið þann 1. maí næstkomandi.

Heimild: Sunnlenska.is