Home Fréttir Í fréttum 14 milljarðar í byggingar og malbikun

14 milljarðar í byggingar og malbikun

83
0
Mynd: Reykjavik.is
Reykjavíkurborg ætlar setja 14 milljarða króna á næsta ári meðal annars í skóla, nýjar borgargötur og endurnýjun malbiks.

Farið er yfir fjárfestingar eignasjóðs í frumvarpi að fjárhagsætlun Reykjavíkur fyrir árið 2017, en sjóðurinn heldur utan um allar eignir borgarinnar. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg er vakin athygli á nokkrum þáttum sem áhersla verður lögð á.

<>

5,5 milljarðar króna verða lagðir í ýmsar gatnaframkvæmdir, þar af 1,8 milljarðar í götur í nýbyggingarhverfum. Fjárfest verði fyrir 6,2 milljarða króna í nýbyggingum, en þar verði nýr skóli og menningarhús í Úlfarsárdal langstærsta verkefniið. 900 milljónir fari í viðbyggingu og breytingar á Klettaskóla og 300 milljónir í viðbyggingu við Vesturbæjarskóla. Þá fari 300 milljónir króna í  endurbyggingu skólalóða.

Útisundlaugin við Sundhöll Reykjavíkur verður kláruð, en í það fara 770 milljónir króna og frjálsíþróttavöllur verður gerður í Suður-Mjódd, sem ÍR mun sjá um og 180 milljónir fara í að endurnýja gervigras á fótboltavöllum í borginni.

Þá eiga að fara samtals 750 milljónir króna í gatnakerfi á  nýbyggingarsvæðum á Hlíðarenda og  í Vogabyggð-Elliðavogi. 400 milljónir króna eiga að fara í breytingar á Geirsgötu og Lækjargötu.

Fara á í viðamikið átak í malbikun og verður fjármagn í þann þátt tvöfaldað frá árinu í ár, en alls á að verja 1.460 milljónum króna í malbikun og endurnýjun gatnakerfsins.

Heimiid: Ruv.is