Home Fréttir Í fréttum Felldi úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4.

Felldi úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4.

75
0
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi síðdegis úr gildi þá ákvörðun Skútustaðahrepps frá því í apríl að samþykkja framkvæmdaleyfi til handa Landsneti hf. fyrir Kröflulínu 4. Umhverfisverndarsamtökin Fjöregg og Landvernd kærðu málið til úrskurðarnefndarinnar.

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, greindi frá því skömmu eftir að þingfundur hófst síðdegis að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála væri nú að funda um útgáfu framkvæmdaleyfa fyrir raflínur að Bakka. Svo gæti farið að úrskurður yrði kveðinn upp í dag, en það væri þó ekki komið á hreint. Nú liggur hann fyrir. 

<>

Í úrskurði nefndarinnar segir að sveitarstjórn Skútustaðahrepps hafi, við undirbúning og meðferð útgáfu framkvæmdaleyfisins, ekki gætt í öllu að ákvæðum skipulagslaga og náttúruverndarlaga. Auk þess hafi sveitarstjórn ekki fullnægt rannsóknarskyldu sinni. Þessir ágallar þyki óhjákvæmilega leiða til ógildingar framkvæmdaleyfisins. Þá hafi sveitarfélagið ekki birt auglýsingu um framkvæmdaleyfið og þannig hafi almenningur ekki verið upplýstur um ákvörðunina, svo hann gæti kynnt sér forsendur hans og fengið upplýsingar um kæruheimild og kærufresti.

Í úrskurðinum kemur fram að augljóst sé að sveitarstjórn hafi átt að horfa til nýrra náttúruverndarlaga við útgáfu framkvæmdaleyfisins, þrátt fyrir að framkvæmdin hafi farið í umhverfismat á þeim tíma sem eldri náttúruverndarlög voru í gildi. Þá hafi sveitarstjórn ekki tekið rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um framkvæmdina og segir nefndin að sú ástæða sé nægilega mikil til þess að fella framkvæmdaleyfið úr gildi.

Annar minnihluti atvinnuveganefndar skilaði áliti í morgun, þar sem fram kemur að ákvæði um að heimilt sé að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli eldri náttúruverndarlaga, hafi umhverfisáhrif framkvæmdarinnar verið metin fyrir gildistöku nýju laganna á síðasta ári, sé of víðtækt og muni ná yfir mun fleiri framkvæmdir en raflínur að Bakka. Þingfundi var frestað í hádeginu á meðan atvinnuveganefnd fundaði um þetta mál og var framhaldið hálffimm. Honum var síðan frestað að nýju, þegar úrskurðarnefnd hafði birt sinn úrskurð á vefnum.

Þingfundi frestað eftir að úrskurðurinn var birtur

Fjallað var um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í dag á Alþingi.  Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu á þingi í morgun vinnubrögð umhverfisráðherra og sögðu hana hafa komið í veg fyrir að hluti málsins færi til umfjöllunar í atvinnuveganefnd.

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að þingmenn úr umhverfisnefnd hefðu verið gestir á fundinum og að þar hefði verið farið yfir umsögn yfirlögfræðings þingsins. Reynt væri að fá fleiri sjónarmið um þau álitamál og óvissu sem séu á frumvarpinu.

Deilt er um þriðju grein laganna, þar sem fram kemur að ef búið var að umhverfismeta framkvæmdir fyrir gildistöku nýju náttúruverndarlaganna þá gildi eldri náttúruverndarlögin. Þetta á ekki aðeins við um Bakka heldur gæti átt við um fleiri framkvæmdir.

Annar minnihluti atvinnuveganefndar skilaði áliti í morgun, þar sem fram kemur að ákvæði um að heimilt sé að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli eldri náttúruverndarlaga, hafi umhverfisáhrif framkvæmdarinnar verið metin fyrir gildistöku nýju laganna á síðasta ári, sé of víðtækt og muni ná yfir mun fleiri framkvæmdir en raflínur að Bakka. Þingfundi var frestað í hádeginu á meðan atvinnuveganefnd fundaði um þetta mál og var framhaldið hálffimm. Honum var síðan frestað að nýju, þegar úrskurðarnefnd hafði birt sinn úrskurð á vefnum.

Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Samtökin telja að slík lög brjóti á rétti umhverfisverndarsamtaka til að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstól eða annan óháðan og sjálfstæðan úrskurðaraðila.

Heimild: Ruv.is