Home Fréttir Í fréttum Hraðlest milli Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og BSÍ í Reykja­vík­u á 15-18 mín­út­um

Hraðlest milli Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og BSÍ í Reykja­vík­u á 15-18 mín­út­um

193
0
Leiðin er 49 km löng.

Áætlað er að það taki hraðlest milli Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og Reykja­vík­ur 15-18 mín­út­ur frá flug­vell­in­um að BSÍ en fimmtán mín­út­ur verða á milli ferða. Hægt verður að ferja 2400 farþega á klukku­stund. Þetta er meðal þess sem fram kom í er­indi Kjart­ans Ei­ríks­son­ar, stjórn­ar­for­manns Flug­lest­ar­inn­ar, um áætlan­ir um  hraðlest milli Kefla­vík­ur og Reykja­vík­ur á ráðstefn­unni Flutn­ingslandið Ísland sem hald­in var í Hörpu í dag.

<>

Verk­efni er nú að fær­ast af und­ir­bún­ings­stigi yfir á skipu­lags­stig. Búið er að koma á fót þró­un­ar­fé­lagi í tengsl­um við fram­kvæmd­ina og þá er gerð sam­starfs­samn­inga við sveit­ar­fé­lög­in á Suður­nesj­un­um lokið. 2017-2019 er stefnt að því að leggja loka­hönd á skipu­lag og for­hönn­un ásamt mati á um­hverf­isáhrif og fjár­mögn­un. Eiga fram­kvæmd­ir að hefjast árið 2020

Úr skýrslu Flug­lest­ar­inn­ar
Úr skýrslu Flug­lest­ar­inn­ar

„Er ekki of mik­ill snjór?“

Í er­indi sínu sagði Kjart­an flug­lest­ina ekki aðeins mik­il­væg fyr­ir ferðaþjón­ustna held­ur einnig fyr­ir at­vinnu­líf og sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu en lest­in mun vera kölluð Lava Express.  Sagði hann að áætlan­ir fé­lags­ins byggðu á því að flug­völl­ur­inn héldi áfram að vaxa með sama hætti næstu árin.

Nefndi hann hversu mikla þýðingu sam­göngu­mann­virki hafa bæði fyr­ir mann­líf og efna­hags­líf og að marg­ar borg­ir hefðu þró­ast í kring­um þau. Sagði Kjart­an mik­il­vægt að ís­lend­ing­ar myndu leyfa sér að trúa á fram­haldið og hugsa stórt.

Ein spurn­ing sem Kjart­an sagðist gjarn­an fá í tengsl­um við hraðlest­ina er hvort að nógu veður­sælt sé á svæðinu fyr­ir lagn­ingu lest­ar. „Fólk spyr mig ‚Er þetta hægt? Er ekki of mik­ill vind­ur? Of mik­ill snjór?‘,“ sagði Kjart­an og benti á að það Reykja­nesskag­inn væri mjög snjólétt og slétt svæði.

Óháð aðkomu rík­is­ins

Að sögn Kjart­ans mun lest­in fara 49 kíló­metra leið, þar af 14 kíló­metra í göng­um. Um er að ræða tvö­falda teina frá Kefla­vík­ur­flug­velli til Hafn­ar­fjarðar og taka göng­in við við Straums­vík. Þau liggja á 50-70 metra dýpi, mest í svo­kölluðu Reykja­vík­ur­grágrýti. Áfangastaður­inn er síðan vænt­an­leg sam­göngumiðstöð sem borg­in hef­ur skipu­lagt á BSÍ. Meðal­hraði lest­ar­inn­ar er 180 km/​klst en há­marks­hraði 250 km/​klst.

Þá er verið að skoða að hafa stoppistöð á milli flug­vall­ar­ins og BSÍ, mögu­lega í Smára­hverfi Kópa­vogs, við Víf­ilsstaða eða í Hafnar­f­irði.

 

Um er að ræða einkafram­kvæmd sem er óháð aðkomu rík­is­ins varðandi fjár­fest­ingu. Horft er fram á það að kostnaður­inn verði um 758 millj­ón­ir evra eða rétt í kring­um 100 millj­arða ís­lenskra króna. Að sögn Kjart­ans er þegar mik­ill áhugi fyr­ir verk­efn­inu hjá fjár­mögn­un­araðilum er­lend­is frá og standa viðræður við nokkra yfir.

„Menn eru mjög áhuga­sam­ir um verk­efnið og horfa á það að það sé mik­il aukn­ing framund­an í ferðaþjón­ust­unni hér á landi og tæki­færi til vaxt­ar í efna­hags­líf­inu,“ sagði Kjart­an.

4,5 millj­ón­ir seldra ferða fyrsta árið

Farþega­fjöldi lest­ar­inn­ar mun skipt­ast í nokkra hópa, þ.e. er­lenda ferðamenn, Íslend­inga, tengif­arþega og aðra. „Við ger­um ekki ráð fyr­ir stóru hlut­falli tengif­arþega en sjá­um fyr­ir okk­ur að ef þeir eru að stoppa í nokkra tíma að þeir skoði mögu­leik­ann á því að taka strauið í bæ­inn. Það er lík­legra að það ger­ist ef það er lest,“ sagði Kjart­an. Einnig er gert ráð fyr­ir lestarfarþegum sem eru ekki flug­f­arþegar, eins og t.d. starfs­fólk á leið til og frá vinnu og náms­menn.

Það er mat Kjart­ans að lest­in muni  virka mjög já­kvætt fyr­ir sam­fé­lagþróun hér á landi og að sam­fé­lags­áhrif­in verði gríðarlega sterk á marg­an hátt.

Stefnt er að því að miðaverð á stök­um miða verði 26 evr­ur eða um 3.300 krón­ur og er það sam­bæri­legt við miðaverð í flug­valla­lest­ir í lönd­un­um í kring­um okk­ur. Benti Kjart­an á að stak­ur miði í Flytoget í Osló kosti 19 evr­ur, 30 evr­ur í Arlanda Express í Svíþjóð og Heathrow Express í Lund­ún­um og 26 evr­ur í Stan­sted express. Nefndi Kjart­an að  þeir sem nýttu lest­ina reglu­lega gætu fengið ódýr­ari ferðir.

Gert er ráð fyr­ir því að á fyrsta ár­inu verði tæp­lega 4,5 millj­ón­ir seldra ferða og rekst­ar­kostnaður­inn á fyrsta ár­inu 44 millj­ón­ir evra.

Aldrei komið bak­slag

Ítrekaði Kjart­an að rekstr­ar­for­send­urn­ar væru góðar. „Það hafa marg­ir rýnt í þær og við höf­um fengið staðfest­ingu á því að þær séu mjög raun­hæf­ar,“ sagði hann en á fyrsta rekst­ar­ár­inu er gert ráð fyr­ir tekj­um upp á 97 millj­ón­ir evra.

„Það er klár­lega þannig að þetta verk­efni er raun­hæft,“ sagði Kjart­an. „Grund­völl­ur­inn verður sterk­ari með hverju ár­inu.“

Bætti hann við að þeir sem stæðu á bakvið verk­efnið væri mjög bjart­sýn­ir. „Það hafa eng­ar for­send­ur komið upp sem urðu eitt­hvað bak­slag held­ur þvert í móti verða for­send­urn­ar alltaf sterk­ari og sterk­ari.“

Heimild: Mbl.is