Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan að nýjum þjónustuhúsum

Fyrsta skóflustungan að nýjum þjónustuhúsum

96
0

Skóflustunga fyrir nýjum þjónustuhúsum við rætur Sólheimajökuls var tekin á fimmtudaginn í síðustu viku. Það er félag landeigenda sem stendur að byggingunni.

<>

Fyrirhugað er að ferðaskipuleggjendur sem eru með framkvæmd á svæðinu geti leigt sér aðstöðu í húsunum. Arctic Adventures, sem hefur boðið upp á margvíslega ferðir á Sólheimajökul í áraraðir, er eitt þeirra félaga sem hyggst tryggja sér aðstöðu í húsunum og fagnar bættu aðgengi fyrir viðskiptavini sína.

Húsin eru hvert um sig rúmlega 100 fm og á tveimur hæðum. Auk húsanna verða gerðar miklar úrbætur á svæðinu, öll aðstaða fyrir bíla og rútur verðurendurskipulögð og færð til beti vegar. Þá verður heilt hús undir salernisaðstöðu fyrir ferðafólk .

Þjónustuhúsin mun án efa létta framkvæmd ferða á jökulinn og gera aðgengi fyrirferðamenn betra.

Heimild: Sunnlenska.is

Fulltrúar margra ferðaþjónustufyrirtækja sem eru með ferðir á Sólheimajökul voru viðstaddir skóflustunguna og Arcanum bauð öllum viðstöddum í kaffi og kökur eins og tíðkast best í Mýrdalnum.