Home Fréttir Í fréttum Stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi

Stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi

91
0
Frá undirritun samkomulagsins. Ármann Kr. Ólaffson, bæjarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra undirrituðu nýverið samkomulag um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Það mun rísa á lóð Kópavogsbæjar í Boðaþingi og verður tengt við byggingu með 44 hjúkrunarrýmum sem þegar hefur risið á lóðinni. Stefnt er að því að taka heimilið í notkun á seinni hluta árs 2018.

<>

„Samkomulagið er afar ánægjulegt fyrir bæjarfélagið. Það er mikil eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum í Kópavogi og tímabært að hefjast handa við stækkun Boðaþings,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Heildarkostnaður við hjúkrunarheimilið er áætlaður 1.430 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að 85% greiðist af velferðarráðuneytinu og 15% af Kópavogsbæ. Til viðbótar þessum kostnaði fellur til kostnaður við kaup á búnaði og greiðist hann í sömu hlutföllum og byggingin.

Skipaður verður fjögurra manna starfshópur með fulltrúum heilbrigðisráðherra og Kópavogsbæjar. Fyrsta verkefni þess hóps verður að vinna að áætlulnargerð og fullnaðarhönnun hjúkunarheimilisins í samræmi við lög um um skipan opinberra framkvæmda. Þegar fullnaðarhönnun liggur fyrir skal leitað heimildar til verklegra framkvæmda hjá samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir. Miðað er við að framkvæmdir hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2017 og að taka megi heimilið í notkun á þriðja ársfjórðungi 2018.

Heimild: Kopavogsbladid.is