Home Fréttir Í fréttum Tekin verður skóflustunga að fyrirhuguðum bjórböðum Bruggsmiðjunnar Kalda á morgun

Tekin verður skóflustunga að fyrirhuguðum bjórböðum Bruggsmiðjunnar Kalda á morgun

85
0
Mynd: Vikudagur.is

Tekin verður fyrsta skóflustungan að fyrirhuguðum bjórböðum Bruggsmiðjunnar Kalda klukkan eitt á morgun.

<>

„Þetta er skemmtileg viðbót við afþreyinguna í Eyjafirði og einnig er þetta fyrsta bjórbaðið á Íslandi, ef ekki á öllum Norðurlöndunum,“ segir í fréttatilkynningu sem Kaldi sendi frá sér í gær.

Bjórböðin munu verða heilsulind Kalda þar sem hægt verður að baða sig í blöndu af bjór, vatni, humlum og geri. Stefnt er að opnun heilsulindarinnar í febrúar á næsta ári.

Fyrirmyndin að bjórböðunum  er sótt erlendis frá. Sigurður Bragi Ólafsson, bruggmeistari Kalda, fór til að mynda til Tékklands til að kynna sér bjórböð. „Ég hef sjaldan verið eins mjúkur og fínn,“ sagði Sigurður í samtali við Bítið á Bylgjunni í ágúst.

Heimild: Vikudagur.is