Brottflutnir iðnaðarmenn eru nú farnir að flytja aftur heim til Íslands vegna aukinna umsvifa byggingariðnaðarins.
Iðnaðarmenn sem fluttu til Noregs vegna verkefnaskorts hafa nú flutt aftur heim í kjölfar breyttra aðstæðna hér á landi. Frá þessu er sagt í Viðskiptamogganum.
Þar er haft eftir Svani Karli Grjetarssyni, framkvæmdastjóra byggingafélagsins Mótx ehf. að það sé enginn hafi á því að fjöldi iðnaðarmanna sem fluttu utan hafa áhuga á því að flytja aftur heim.
Hjólin í byggingariðnaðinum hafa tekið að snúast á ný og eins og áður hefur komið fram þá er talsverður skortur á iðnaðarmönnum.
Svanur segir einnig að þegar leitað er að starfsfólki fyrir utan hóp kjarna sem að búinn sé að vinna hjá fyrirtæki hans lengi, þá er erfitt að finna nýtt fólk.
Árni Jóhannsson, forstöðumaður bygginga- og mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, segir einnig í viðtali við blaðið að hann kannsist við það að fyrirtæki í byggingariðnaðinum séu að ráða starfsmenn til sín sem höfðu áður flutt út.
Heimild: Vb.is