20.9.2016
Vegagerðin og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auglýstu eftir þátttakendum í forvali vegna greiningar umferðarástands á stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins, eins og það er í september til október árið 2016. Greiningunni er ætlað að varpa ljósi á umferðaraðstæður á annatímum á 37 gatnamótum og götuköflum þeim tengdum.
Á opnunarfundi 6. september 2016 voru lesin upp nöfn þeirra umsækjenda sem óskuðu eftir þáttöku í forvalinu.
Á síðari opnunarfundi, 20. september 2016, voru lesin upp tilboð þeirra bjóðenda sem skiluðu inn verðtilboði:
| Bjóðandi | Tilboð kr. | 
| Mannvit ehf., Reykjavík | 10.936.800 | 
| VSÓ ráðgjöf ehf., Reykjavík | 8.800.000 | 
| Verkís hf., Reykjavík | 8.443.160 | 
 
		 
	





