Home Fréttir Í fréttum Málþing um markvissa notkun fjármuna til samgönguframkvæmda

Málþing um markvissa notkun fjármuna til samgönguframkvæmda

53
0
Vegagerðin Undirgöng

Innanríkisráðuneytið í samvinnu við Háskólann í Reykjavík gengst fyrir málþingi um markvissa notkun fjármuna til samgönguframkvæmda miðvikudaginn 21. september. Málþingið er öllum opið en þar mun m.a. Gro Holst Volden, rannsóknarstjóri hjá Tækni- og náttúruvísindaháskóla Noregs í Þrándheimi flytja fyrirlestur um málið undir heitinu á ensku: The Norwegian governance scheme for major public investment projects

<>

Rætt verður um nýjungar í verkefnastjórnsýslu opinberra framkvæmda, fyrirkomulag verkefnastjórnsýslu í Noregi og um mögulegar úrbætur. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar um mikilvægi verkefnastjórnunar. Málþingið verður haldið í stofu M 209 í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 21. september og stendur frá klukkan 9 til 11.15.

Sjá nánar á vef ráðuneytisins.