Home Fréttir Í fréttum VSÓ hreppti á dögunum vinningssæti í skipulagssamkepni um Lyngássvæði í Garðabæ

VSÓ hreppti á dögunum vinningssæti í skipulagssamkepni um Lyngássvæði í Garðabæ

191
0

VSÓ Ráðgjöf vann fyrir stuttu til verðlauna í samkeppni um rammaskipulag fyrir Lyngássvæðið í Garðabæ. VSÓ, í samstarfi við hollensku stofurnar Jvantspijker arkitekta og Felixx landslagsarkitekta, hreppti 3.-4. sæti.

Í hugmyndinni var unnið útfrá því að skapa „líf í tengslum“ þar sem lágrisin en nokkuð þétt íbúðabyggð verður til á núverandi atvinnusvæði.

Með hringlaga almenningsgarði utan um og innan um íbúðarbyggðina eru tengsl íbúanna við náttúruna efld. Garðurinn snertir jafnframt á læknum og tengist þannig vatnasviði bæjarins. Þá er skapað þéttara og háreistara miðsvæði utan um hraðvagnastöð á mörkum íbúðarsvæðisins og miðsvæðis bæjarins. Gert er ráð fyrir að Reykjavíkurvegurinn geti verið lagður í stokk en á yfirborðinu verði til vistleg borgargata.

Allar tillögur má sjá á heimasíðu Garðabæjar

Heimild: VSO.is

Previous articleOpnun verðfyrirsp. Reiðhöll Víðidal. Endurbætur á þaki 2016
Next articleMálþing um markvissa notkun fjármuna til samgönguframkvæmda