Home Fréttir Í fréttum Þriggja fasa rafmagn nauðsynlegt í dreifbýli

Þriggja fasa rafmagn nauðsynlegt í dreifbýli

195
0
mynd: ruv.is

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir það standa atvinnuþróun í sveitum landsins fyrir þrifum að ekki sé aðgangur að þriggja fasa rafmagni. Það sé ekki síður áríðandi en gott gagnasamband um ljósleiðara.
Eins og greint var frá í fréttum RÚV í síðustu viku gætu ung hjón á bænum Karlsstöðum í Berufirði þurft að loka lítilli matvælavinnslu sem þau starfrækja heima á bænum. Ástæðan er að þar er ekkert þriggja fasa rafmagn, en öll raftæki til framleiðslunnar eru gerð fyrir slíkt rafmagn.

<>

Mjög brýnt að koma á þriggja fasa rafmagni
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir mjög áríðandi að koma á þriggja fasa rafmagni þar sem það er ekki fyrir hendi. „Margar sveitir eiga undir högg að sækja, þannig hefur þróunin verið. Það er ekki hægt að lifa eingöngu á sauðfjárrækt og margt sem þarf að gera í atvinnuþróun. Það stendur atvinnuþróun hreinlega fyrir þrifum ef það er ekki aðgengi að þriggja fasa rafmagni.“

Jafn áríðandi og gott gagnasamband
Jafnframt þurfi að vera aðgengi að almennilegu gangasambandi og hjá Sambandi sveitarfélaga hafi undanfarið verið lögð meiri áhersla á lagningu ljósleiðara í dreifbýli. En það þýði ekki að slakað hafi verið á kröfunni um þriggja fasa rafmagn. Og þar sem lagður hafi verið ljósleiðari, hafi menn um leið nýtt tækifærið og lagt rafstrengi. „Það að styrkja þessa grunngerð ásamt annarri stemmir algerlega við stefnu Sambanda íslenskra sveitarfélaga um það að styrkja og viðhalda byggð um allt land. Og við eigum auðvitað að kappkosta að drífa í þessu,” segir Halldór.

Heimild: Ruv.is