Home Fréttir Í fréttum Göngu- og hjólareiðastígurinn við Grindavíkurveg teygir sig áfram

Göngu- og hjólareiðastígurinn við Grindavíkurveg teygir sig áfram

92
0

Grindavíkurbær hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga í landi bæjarins. Árið 2014 var lagður malbikaður stígur frá Lækningalind meðfram hluta Bláalónsvegar og að vatnstanki við Northern Ligt Inn. Frá vatnstanki og að Bláalónsvegi við gatnamót að Grindavíkurvegi var stígur lagður eftir gömlum vegslóða, þar þverar stígurinn Bláalónsveg og liggur síðan nánast samsíða Grindavíkurvegi að áningastað og bílastæði á Gíghæð. Samtals eru þessir stígar Lækningalind – Gíghæð um 2,9 km.

<>

Síðastliðin tvö ár hefur verið unnið að því að tengja stíginn frá Gíghæð og að landamörkum Grindavíkur við Seltjörn og malbikaðir um 2 km á ári. Þegar lagningu stíga að landamörkum Grindavíkur við Seltjörn er náð þá verða stígar samtals um 12,2 km að lengd og malbikaður hluti þeirra verður um 9,2 km en áætluð verklok eru sumar 2017.

Malbik sem notað hefur verið í stíga er svokallað „grænt malbik” og er talið mun umhverfisvænna en hefðbundið malbik. Efnið er kallað kaldblandað malbik og er með 100% endurunnu efni, kostnaður vegna þessa er skv. upplýsingum frá framleiðanda um 30-45% ódýrara en hefðbundin malbikun.

Aðalverktaki við lagningu þessara stíga hefur verið verktakafyrirtækið G.G.Sigurðsson ehf í Grindavik og malbikun verið unnin af Hlaðbær-Colas.

Heimild: Grindavik.is

Stígagerð þessi hefur verið kostuð og unnin í samstarfi Grindavíkurbæjar, HS-Orku, Bláa Lónsins og Vegagerðarinnar.