Home Fréttir Í fréttum Engin sátt um hver á að borga fyrir hafnargarða

Engin sátt um hver á að borga fyrir hafnargarða

122
0

Minja­stofnun Íslands og full­trúar fram­kvæmda­að­il­anna á Hafn­ar­torgi fund­uðu á mið­viku­dag um lausn á deil­unni um hafn­ar­garð­ana á Hafn­ar­torg­i.

<>

Ekki náð­ist þó nein sátt um það á þessum fundi hver eigi að bera kostn­að­inn sem hlot­ist hefur af mál­inu, segir Bjarki Þór Sveins­son, lög­maður fram­kvæmda­að­il­anna á torg­in­u.

Fyrir nokkrum vikum sendi hann kröfu­bréf á Minja­stofnun fyrir hönd fram­kvæmda­að­il­anna við Hafn­ar­torg, þar sem þess var kraf­ist að Minja­stofnun myndi borga kostn­að­inn sem hlot­ist hefur af friðun hafn­ar­garð­anna.

Hafn­ar­garð­arnir voru skyndi­frið­aðir fyrir tæpu ári síð­an, þegar fram­kvæmdir á lóð­inni voru þegar hafn­ar, og stöðv­­uð­ust fram­­kvæmd­­irnar um stund. Fram­­kvæmda­að­il­­arnir sögðu strax þá að frið­­lýs­ingin myndi valda þeim 2,2 millj­­arða króna tjóni yrði hún stað­­fest og það tjón yrði sótt úr hendi Minja­­stofn­un­­ar, og þar með rík­­is­ins. Gerðar voru alvar­­legar athuga­­semd­ir við máls­­með­­­ferð­ina.

Svo fyrir skömmu var krafan send á Minja­stofn­un, en hún var tví­þætt, ann­ars vegar vegna áorð­ins tjóns vegna breyt­inga á hönnun sem þurfti að ráð­­ast í vegna kröf­unnar um verndun garðs­ins, sem og kostn­aðar vegna veru­­legra verktafa. Þetta er metið upp á rúm­­lega 600 millj­­ónir króna. Hins vegar var boðuð krafa fyrir kostn­aði vegna rým­is­ins sem mun fara undir garð­ana, sem og kostn­aði við að setja þá upp og útbúa þá.

Það er um þetta seinna atriði sem fram­kvæmda­að­il­arnir vilja sér­stak­lega tala um við Minja­stofn­un, og Bjarki Þór segir við Kjarn­ann að ákveðið hafi verið á fyrsta fundi þeirra á mið­viku­dag­inn að „hugsa sam­eig­in­lega um hag­kvæmar og skemmti­legar útfærslur á því að reyna að gera garð­ana eða ein­hvern hluta þeirra sýni­leg­an.“

Hafn­­ar­­garð­­ur­inn, sem var fluttur stein fyrir stein í burtu af svæð­inu, er nú í geymslu. Fram­kvæmda­að­il­arnir telja ljóst að ef setja á hann upp aftur á lóð­inni þurfi ríkið að borga þann kostn­að, sem gæti hlaupið á millj­­örð­­um.

Sagði garð­inn verða frið­­aðan áður en ákvörðun var tekin

Þann 7. sept­­­em­ber í fyrra ákvað Minja­­­stofn­un að ­­­skynd­i­friða hafn­­­ar­­­garða við Aust­­­ur­höfn­ina í Reykja­vík. Frið­­unin gilti í sex vikur og átti for­­sæt­is­ráð­herra að taka ákvörðun um það hvort hún stæði áfram eða ekki.

Í raun eru þetta nefn­i­­lega tveir garð­­ar, annar þeirra telst til forn­­leifa þar sem hann er yfir 100 ára gam­all. Minja­­stofnun hafði áður til­­kynnt lóð­­ar­höfum að sá garður ætti að standa en að það mætti hylja hann að fullu. Hinn garð­­­ur­inn, sá nýrri, var reistur 1928 og er því ekki forn­minjar sam­­­kvæmt 100 ára skil­­­grein­ing­unni. Umræddur garður stóð auk þess í tíu ár eftir að hann var byggð­­­ur. Þennan garð stóð til að fjar­lægja. Þrátt fyrir þetta til­­­kynnti Minja­­­stofnun um skynd­i­friðun alls garðs­ins án afmörk­unar 7. sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn.

Reykja­vík­­­ur­­borg dró ­stjórn­­­sýslu­­legt hæfi Sig­­mundar Dav­­íðs í efa og krafð­ist þess að hann viki sæti í ákvörð­un­inni. Ástæðan var að hann hafð­i tjáð skoðun sína á mál­inu með afger­andi hætti og átt aðkomu að mál­inu á fyrri stig­­um. Hann var meðal ann­­ars búinn að skrifa grein á blogg­­síðu sína þar sem hann tal­aði um ugg­væn­­lega þróun í skipu­lags­­málum og sagði bein­línis að hafn­­ar­­garð­­ur­inn yrði frið­­að­­ur, löngu áður en Minja­­stofnun tók svo ákvörðun um að skynd­i­friða garð­inn.

Það ­fór svo að Sig­rún Magn­ús­dóttir umhverf­is­ráð­herra var sett­ur ­for­­sæt­is­ráð­herra í mál­inu og hún ákvað að stað­­festa friðun á öllum garð­inum í heild.

Í des­em­ber var gert sam­komu­lag þar sem ákveðið var að hafn­­ar­­garð­­ur­inn yrði fluttur svo hægt væri að ráð­­ast í fram­­kvæmd­ir, en að honum yrði svo komið fyrir á sama stað. Land­eig­endur hafa alltaf sagt að sá kostn­aður myndi lenda á rík­­inu. Í febr­­úar sagði Sig­rún Magn­ús­dóttir hins vegar að ­ríkið myndi bara bera launa­­kostnað vegna eft­ir­lits með­ fram­­kvæmd­un­­um. Því höfn­uðu fram­­kvæmda­að­il­­ar, líkt og alltaf, og sögð­ust mundu sækja bæt­­urnar til rík­­is­ins.

Stærsta bygg­inga­verk­efni til þessa í hjarta Reykja­víkur

Bygg­ing­­­ar­reit­­­ur­inn að Aust­­­ur­bakka 2 er um 55 þús­und fer­­­metrar að stærð og liggur frá Ing­­­ólfs­­­garði, yfir Geir­s­­­götu að Tryggva­­­götu. Lóð­­­ar­hafar eru Tón­list­­­ar- og ráð­­­stefn­u­hús ohf., Situs ehf., Kolu­­­fell ehf., Lands­­­bank­inn og Bíla­­­stæða­­­sjóður Reykja­vík­­­­­ur. Um er m.a. að ræða lóð­ina sem Harpa stendur á, lóð­ina sem lúx­us­hótel á að rísa á við hlið henn­­­ar, lóð­ina sem Lands­­­bank­inn hefur haft hug á að reisa sér höf­uð­­­stöðvar og lóð­ina við hlið Toll­hús­s­ins.

Á lóð­inni er gert ráð fyrir bygg­ing­­­ar­reit neð­an­jarð­­­ar. Sá bygg­ing­­­ar­reitur nær yfir alla lóð­ina. Um er að ræða kjall­­­ara á tveimur hæðum með þjón­­­ustu og bíla­­­stæð­­­um.

Allt í allt eru níu bygg­ing­­­ar­reitir á Aust­­­ur­bakka 2. Félagið Reykja­vík Develop­­ment, sem áður hét Land­stólpar þró­un­­­ar­­­fé­lag ehf. á tvo þeirra. Í apríl 2015 var tekin fyrsta skóflustunga vegna upp­­­hafs fram­­­kvæmda á reit­un­­­um. Í frétt á heima­­­síðu Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar af því til­­­efni seg­ir: „Fyr­ir­hug­aðar fram­­­kvæmdir eru hluti af stærsta bygg­inga­verk­efni fram til þessa í hjarta Reykja­vík­­­­­ur. Sam­­­kvæmt deiliskipu­lagi má byggja á reitum 1 og 2 við Aust­­­ur­bakka,  21.400 m2  of­anjarð­­­ar. Áætlað er að þar verði íbúðir og fjöl­breytt hús­næði fyrir ýmsa  atvinn­u­­­starf­­­semi, s.s. versl­an­ir, veit­inga­hús, skrif­­­stofur og þjón­­­ustu. Auk þess verður byggður bíla­kjall­­­ari á reitnum sem verður sam­tengdur öðrum bíla­kjöll­­­urum á lóð­inni, allt að Hörpu. Áætlað að sam­eig­in­­­legur kjall­­­ari rúmi um 1.000 bíla“.

Fram­­­kvæmd­unum átti að ljúka árið 2018 sam­­­kvæmt áætl­­­un.

Heimild: Kjarninn.is