Home Fréttir Í fréttum Fljótsdalshreppur: Hönnunarssamkeppni um aðstöðubyggingu við Hengifossá

Fljótsdalshreppur: Hönnunarssamkeppni um aðstöðubyggingu við Hengifossá

160
0

Fljótsdalshreppur efnir til hönnunarssamkeppni um aðstöðubyggingu fyrir ferðamenn við Hengifossá, nánasta umhverfi aðstöðubyggingarinnar, ásamt lausnum á hvíldar- og útsýnisstöðum, hliðum og merkingum.

<>

 

Hengifoss, Litlanesfoss og Hengifossárgljúfur eru náttúrufyrirbrigði sem mikilla vinsælda njóta á Austurlandi og eru með fjölsóttustu viðkomustöðum ferðamanna í landshlutanum. Gestafjöldi hleypur á tugum þúsunda á hverju ári og fer stöðugt vaxandi. Það er því brýn þörf á því að bæta aðstöðu við þennan vinsæla áfangastað ferðafólks, frá því sem nú er.

 

Markmið hönnunarsamkeppninnar er að fá fram góða lausn til þess að bæta aðstöðu ferðafólks á svæðinu og um leið að stuðla að vernd einstakra náttúruperla og umhverfis þeirra.

Markmiðinu skal náð með því að reisa aðstöðubyggingu til að veita ferðafólki þjónustu og upplýsingar og koma á heildstæðum lausnum á öllum mannvirkjum sem tengjast svæðinu. Stefnt er að því að bæta stíga, stiga og hlið á gönguleiðinni upp undir Hengifoss og setja upp hvíldarstaði, skilti, merkingar o.s.frv. Einnig er stefnt að því að ganga vel frá bílastæði við þjóðveginn.

 

Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 26. september 2016 en því síðara 22. nóvember 2016.

 

Skilafrestur tillagna er 6. desember  2016, milli kl. 13:00 og 16:00 á skrifstofu Arkitektafélags Íslands.

 

Til veitingar verðlauna hefur dómnefnd til ráðstöfunar kr. 2.000.0000. Þar af verða fyrstu verðlaun eigi lægri en kr. 1.500.000 (án vsk).

Nánari upplýsingar er að finna í keppnislýsingu Hengifoss

Heimild: Ai.is