Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustunga nýrrar slökkvistöðvar í Árnessýslu

Fyrsta skóflustunga nýrrar slökkvistöðvar í Árnessýslu

139
0
Það var glatt á hjalla og margmenni þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Sunnlenska.is/BÁ

Fyrsta skóflustunga nýrrar slökkvistöðvar Brunavarna Árnessýslu í Árnesi var tekin síðdegis í dag þegar Arnór Hans Þrándarson, formaður Búnaðarfélags Gnúpverja og slökkviliðsmaður vippaði sér upp í gröfu af stærri gerðinni og ýtti þar með verkefninu formlega úr vör við fögnuð viðstaddra.

<>

Einungis hluti hússins mun hýsa slökkviliðsstöð en auk BÁ verður í húsinu ýmis önnur starfsemi. Húsið verður 500 fermetrar að flatarmáli en Brunavarnir Árnessýslu munu þar af hafa 123 gólffermetra auk 48 fermetra millilofts.

Búnaðarfélagið stendur að byggingu hússins en það verður stálgrindarhús á steyptum sökklum, klætt með samlokueiningum. Fyrirtækið Landstólpi mun steypa sökklana og reisa húsið en Búnaðarfélagið mun sjá um að fullklára húsið til afhendingar.

Heimild: Sunnlenska.is