Home Fréttir Í fréttum Bygging á stjórn­ar­ráðsreit­ til skoðunar

Bygging á stjórn­ar­ráðsreit­ til skoðunar

67
0

For­sæt­is­ráðuneytið fól Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins það verk­efni í vor að kanna hús­næðisþörf ráðuneyt­anna og at­huga hvort mögu­legt væri að koma starf­semi þeirra allra fyr­ir á stjórn­ar­ráðsreitn­um svo­nefnda, milli Lind­ar­götu, Ing­ólfs­stræt­is, Klapp­ar­stígs og Skúla­götu.

<>

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Hall­dóra Víf­ils­dótt­ir, for­stjóri Fram­kvæmda­sýsl­unn­ar, að rót hafi verið á hús­næðismál­um nokk­urra ráðuneyta.

Til að mynda geti vel­ferðarráðuneytið ekki starfað áfram við Tryggvagötu vegna galla í hús­næði, for­sæt­is­ráðuneytið muni einnig missa leigu­hús­næði sitt við Hverf­is­götu á næst­unni auk þess sem hús­næði mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­ins þyki bæði of stórt og óhent­ugt fyr­ir starf­semi þess. Einnig standi yfir end­ur­gerð Arn­ar­hvols, aðset­urs fjár­málaráðuneyt­is­ins.

Heimild: Mbl.is