Home Fréttir Í fréttum Skrifað undir samkomulag um byggingu hjúkrunarheimilis á Selfossi

Skrifað undir samkomulag um byggingu hjúkrunarheimilis á Selfossi

67
0
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar og Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, skrifuðu undir samninginn.

Í þessari viku var skrifað undir samning Sveitarfélagsins Árborgar og Velferðarráðuneytisins um byggingu hjúkrunarheimilis á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi.

<>

Fimmtíu hjúkrunarrými verða í byggingunni og er áætlað að heimilið verði tekið í notkun á fyrri hluta ársins 2019. Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna eru tæplega 1,4 milljarðar króna. Ríkissjóður og Framkvæmdasjóður aldraðra munu greiða 84% af kostnaðinum en Sveitarfélagið Árborg mun greiða 16% af áætluðum kostnaði.

Undirritun samningsins fór fram á í garðskála hjúkrunardeildar HSU á Selfossi þar sem við blasir útsýni frá hinni væntanlegu byggingu norður yfir Ölfusá. Undir samninginn rituðu Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra að viðstöddum sveitarstjórnarmönnum og nokkrum þingmönnum, ásamt stjórnendum á HSU.

Staðsetning heimilisins á lóð HSU liggur ekki enn fyrir en aðilar samningsins munu nú mynda starfhóp vegna verkefnis um áætlunargerð og fullnaðarhönnun heimilisins.

Heimild: Sunnlenska.is