Home Fréttir Í fréttum Kostnaður nýs leikvangs um 8 milljarðar

Kostnaður nýs leikvangs um 8 milljarðar

135
0
Svona gæti nýr Laug­ar­dalsvöll­ur litið út. Teikn­ing/​Bj. Snæ arki­tekt­ar

Kostnaður við bygg­ingu nýs þjóðarleik­vangs í Laug­ar­daln­um er tal­inn munu nema um átta millj­örðum króna. Hug­mynd­ir eru uppi um yf­ir­byggðan leik­vang sem myndi taka 20 þúsund manns í sæti. Stúka yrði all­an hring­inn og þakið opn­an­legt.

<>

Gert er ráð fyr­ir árs­tekj­um upp á 250 til 300 millj­ón­ir króna, að því er kem­ur fram í Viðskipta­blaðinu í dag.

Knatt­spyrnu­sam­band Ísland samdi við fyr­ir­tæk­in Borg­ar­brag og Lag­ar­dére Sport um að gera hag­kvæmn­is­at­hug­un vegna upp­bygg­ing­ar nýs leik­vangs í Laug­ar­dal. Þeirri vinnu lauk ný­verið og eru for­svars­menn KSÍ að fara yfir skýrsl­una og þau gögn sem henni fylgja.

Til greina kem­ur að byggja aðra þjón­ustu sam­hliða leik­vang­in­um; versl­an­ir, veit­ingastaði eða hót­el. Það myndi auka tekj­urn­ar til muna.

Einnig kem­ur til greina að KSÍ kaupi völl­inn af Reykja­vík­ur­borg en borg­in á hann fyr­ir, utan tvær hæðir í nýju stúk­unni.

Viðskipta­blaðið hef­ur eft­ir heim­ild­um að hlaupa­braut­in yrði fjar­lægð og aust­ur­stúk­an rif­in.

Heimild: Mbl.is