Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun tilboða: Dýrfjarðargöng. Niðurstöður forvals verktaka

Opnun tilboða: Dýrfjarðargöng. Niðurstöður forvals verktaka

783
0
Gangamunninn Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun. Mynd: GRAFÍK/VEGAGERÐIN.

6.9.2016

<>

Forval verktaka vegna  Dýrafjarðarganga var auglýst í framkvæmdafréttum og á Evrópska efnahagssvæðinu í byrjun maí 2016. Óskum um þátttöku átti að skila inn í síðasta lagi 28. júní 2016. Eftirtaldir aðilar óskuðu eftir að taka þátt í útboðinu:

ÍAV hf., Íslandi og Marti Contractors Ltd., Sviss, JV

ÍSTAK hf., Íslandi og Per Aarsleff A/S, Danmörku, JV

Metrostav a.s., Tékklandi og Suðurverk hf., Íslandi, JV

LNS Saga ehf., Íslandi og Leonhard Nilsen & Sønner AS, Noregi, JV

MT Höjgaard Iceland ehf., Íslandi og MT Höjgaard A/S, Danmörku,

C.M.C di Ravenna, Ítalíu.

Aldesa Construcciones, Spáni.

Í upptalningunni er fyrrnefndi aðilinn tilnefndur í forsvari fyrir verkið (sponsor),  þegar tveir eð fleiri verktakar bjóða sameiginlega.  Vegagerðin fór yfir innsend  fjárhagsgögn og önnur innsend gögn og uppfylltu allir sjö umsækjendur sett skilyrði.

Áætlað er að senda útboðsgögn til verktaka í október.