Home Fréttir Í fréttum Segir íbúðalán Íslendinga mikið dýrari en Dana

Segir íbúðalán Íslendinga mikið dýrari en Dana

227
0

Björn Karlsson forstjóri, Mannvirkjastofnunar, sagði í umræðum á Fundi fólksins í Norræna hússins um helgina að Dani sem taki lán til húsnæðiskaupa að upphæð sem jafngildir 30 milljónum íslenskra króna greiði af því sem svarar 30 þúsund krónum á mánuði. Íslendingur sem taki hliðstætt lán óverðtryggt eins og í Danmörku greiði liðlega sexfalda þá upphæð á mánuði, eða 191 þúsund krónur.

<>

Hvergi á Norðurlöndunum utan Íslands greiði lánþegar meira en 50 þúsund krónur af hliðstæðu láni.

Athugasemd ritstjórnar: Fréttastofu hafa borist ábendingar um að útreikningar Mannvirkjastofnunar þarfnist nánari skoðunar. Lausleg athugun fréttastofu benda til hins sama. Nánar verður fjallað um málið á næstunni. Inngangi fréttarinnar hefur einnig verið breytt sem og fyrirsögn.

Stóri fíllinn í postulínsbúðinni

Björn segir að ef teknar eru 30 milljónir króna að láni til húsnæðiskaupa þá séu hagkvæmustu kjör sem í boði eru 7,5% vextir, og það þótt verðbólga hafi ekki verið jafnlág í svo langan tíma og raun ber vitni nú. Það þýði að afborgun á mánuði verði 191 þúsund krónur. Í Noregi sé afborgun af sams konar láni 47 þúsund krónur, í Svíþjóð 37 þúsund krónur, í Finnlandi 37 þúsund krónur og í Danmörku 30 þúsund. Mánaðarafborgun af íslensku láni sé því liðlega fjórfalt hærri en í Noregi þar sem hún er næst hæst á Norðurlöndum og sexfalt hærri en í Danmörku, þar sem hún er lægst, bendir Björn á.

Ég ætla að leyfa mér að segja að þetta er stóri fíllinn í postulínsbúðinni sem við Íslendingar tölum lítið og sjaldan um… við verðum bara að hafa hugrekki til að segja og ég ætla segja það hér, ef við tökum 30 milljón króna lán, þá þurfum að borga rúmar 190 þúsund krónur af því á mánuði.

Björn bendir á að fyrir ungt og efnaminna fólk er ómögulegt að fá greiðslumat fyrir láni á þessari upphæð, það verður því ofurselt leigumarkaði þar sem það þarf kannske að greiða enn hærri upphæð fyrir leigu.

Björn segir að sífelt sé verið að breyta og bæta byggingareglugerð, en hún sé ekki stóra vandamálið. Meiru ráði um húsnæðisverð að lóðaverð hefur sums staðar margfaldast í verði á undanförnum árum. Þá ráði skipulagsreglur sveitarfélaga miklu. Í Reykjavík sé til dæmis krafist bílakjallara undir öllum fjölbýlishúsum. Þar bætast um fimm milljónir króna við byggingarkostnað við allar íbúðir hvort sem þær eru 20 fermetrar að stærð eða 100 fermetrar. Stóri vandinn sem yfirgnæfi allt annað er vaxtastigið.

Heimild: Ruv.is