Home Fréttir Í fréttum SS vill byggja vörugeymslu í Eyjafirði

SS vill byggja vörugeymslu í Eyjafirði

154
0
Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Sláturfélag Suðurlands vill reisa þúsund fermetra vörugeymslu við Krossanesborgir í Eyjafirði. Sláturfélagið hyggst nota geymsluna fyrst og fremst fyrir innfluttan áburð sem fer í dreifingu á Norðausturlandi.

Lóðin sem um ræðir er lóð númer sjö í Krossanesi og er í eigu Akureyrarbæjar. Sláturfélagið hefur óskað eftir því við forsvarsmenn bæjarins að fá að sækja um lóðina. Skipulagsnefnd hefur falið skipulagsstjóra að auglýsa lóðina eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Hjalti H. Hjaltason fjármálastjóri Sláturfélags Suðurlands segir að búvörudeild fyrirtækisins sé ört vaxandi og á meðal annars sé verið að flytja inn vinsælan áburð frá Noregi. Hann segir að fái Sláturfélagið þessa lóð sé gert ráð fyrir því að flytja inn áburðinn beint frá Noregi til Eyjafjarðar þar sem að hafnaraðastaða sé fyrir hendi við Krossanes. Sláturfélagið hefur hingað til notað höfnina til uppskipunar.

<>

Heimild: Rúv.is