Home Fréttir Í fréttum Útlit er fyrir að framkvæmdir við fimm stjörnu hótel við hlið Hörpu...

Útlit er fyrir að framkvæmdir við fimm stjörnu hótel við hlið Hörpu hefjist í haust

81
0
©BógArt Harpa

Útlit er fyrir að framkvæmdir við fimm stjörnu hótel við hlið Hörpu hefjist í haust.

<>

Bandaríska fasteignafyrirtækið Carpenter & company hefur keypt byggingarrétt fyrir hótel á lóðinni við hlið Hörpu. Fyrirtækið hyggst reisa þar 250 herbergja fimm stjörnu hótel þar sem verður að finna veislu- og fundarsali, fjölda veitingastaða og heilsulind.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg eru samningar Carpenter & company við leiðandi fyrirtæki í hótelrekstri á heimsvísu á lokastigi, fljótlega verður tilkynnt um niðurstöðu þess ferlis. Bandaríska fyrirtækið hefur verið í samstarfi við hótelkeðjur á borð við St. Regis, Four Seasons, Marriott, Hyatt og Starwood

Verkfræðistofan Mannvit og T.ark-arkitektar sjá um hönnun og stjórnun framkvæda og Arion banki skipuleggur fjármögnun verkefnisins og lánsfjármögnun. Útlit er fyrir að framkvæmdir við bygginguna hefjist í haust og að hótelið taki til starfa vorið 2018.

Þrátt fyrir að Carpenter & company hafi tekið að sér byggingu hótelsins standa enn áform Kolufells um að byggja íbúðir og verslanir á suðurhluta lóðarinnar.

Heimild: Vb.is