
Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur tekið jákvætt í ósk um breytingar á húsinu Bankastræti 7a, sem oft er kallað Hús málarans.
Þetta er sögufrægt hús á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis og svo skemmtilega vill til að húsið er 100 ára á þessu ári.
Um árabil var rekið þarna veitingahúsið Sólon sem hætti starfsemi í fyrra.
Á síðasta fundi skipulagsfulltrúa var lögð fram fyrirspurn Húss málarans ehf., dags. 10. desember 2025, um að rífa núverandi þriðju hæð hússins á lóð nr. 7a við Bankastræti og byggja þess í stað nýja hæð með meiri lofthæð.
Heimild: Mbl.is











