
„Ég hef kallað eftir því lengi að fjallað sé um innkaup á hönnun og ráðgjöf á vegum opinberra aðila, því það er einmitt þar sem stóri vandinn liggur að hluta,“ segir Magnús Rannver Rafnsson, byggingafulltrúi á Höfn í Hornafirði, í framhaldi af frétt Morgunblaðsins um hönnunarkostnað Brákarborgar.
Þar kemur fram að hann sé kominn í 207 milljónir auk 53 milljóna kostnaðar vegna eftirlits með framkvæmdinni, sem stefnir í að muni kosta 3,5 milljarða króna, þegar viðgerðum á nýbyggðum leikskóla lýkur.
Heimild: Mbl.is











