Home Fréttir Í fréttum Athugasemdir gerðar við útlit og lóðamörk

Athugasemdir gerðar við útlit og lóðamörk

389
0
Mynd: Batteriid - Batteríið Arkitektar

Á fjórða tug athugasemda frá sex aðilum bárust bæjaryfirvöldum í Árborg vegna skipulagsbreytinga í tengslum við nýjan miðbæ á Selfossi.

<>

Athugasemdirnar voru kynntar á fundi skipulags- og bygginganefndar Árborgar nýverið.

Fyrst og fremst er þar verið að gera athugasemdir við lóðamörk, lóðastærðir og í einhverjum tilvikum forráð yfir lóðum og húsnæði. Snýr það að eigna- og eða nýtingarrétti viðkomandi aðila.

Þá er einnig að finna athugasemdir íbúa á Selfossi sem gera athugasemdir við fyrirhugaða byggð á ýmsum forsendum.

Einnig bárust tveir mótmælalistar frá íbúum, þar sem fyrirhuguðum byggingum á Sigtúnsreitnum er mótmælt, en annar listanna kemur frá eldri borgurum á Grænumörk á Selfossi. Alls skrifa 62 íbúar í Árborg undir þennan mótmælalista.

 Málið verður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 7. september næstkomandi að sögn Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar og formanns nefndarinnar. Hún segir að verið sé að fara yfir athugasemdirnar.

 „Það þarf að rýna í talsvert af gögnum til að finna út og skera út um deiluefni,“ segir hún. Hún vill ekki geta sér til um hversu langt það ferli kann að verða.

 „Það má búast við að það séu um einn og hálfur mánuður til tveir og hálfur mánuður eftir í ferlinu,“ segir Ásta.

Heimild: Sunnlenska.is