Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri viðbyggingu við dvalar- og hjúkrunarheimilið á Hvolsvelli

Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri viðbyggingu við dvalar- og hjúkrunarheimilið á Hvolsvelli

184
0
Ljósmynd/hvolsvollur.is

Í síðustu viku var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu við dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol. Um er að ræða viðbyggingu fyrir tólf hjúkrunarrými.  

<>

Viðbyggingin verður 1.305 fm þar sem 779 fm eru fyrir hjúkrunarrými og 526 fm er fyrir þjónusturými. Kostnaður við bygginguna verður um 512 milljónir króna og hefur verið samið við verktakafyrirtækið JÁVERK á Selfossi um framkvæmd verksins.

Rangárþing eystra fékk úthlutað 202 milljónum úr Framkvæmdasjóði aldraðra og verður þessi viðbygging kærkomin og þörf viðbót við aðstöðu dvalar- og hjúkrunarheimilisins. Nýja viðbyggingin verður tekin í notkun 19. apríl 2018. 

Það voru þau Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Kirkjuhvoli og Lilja Einarsdóttir, oddviti sveitarfélagsins, sem tóku skóflustunguna.

Heimild: Sunnlenska.is