Færeyingar standa brátt frammi fyrir því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í að grafa neðansjávarjarðgöng til Suðureyjar, einu stóru færeysku eyjarinnar sem ekki er í vegasambandi við aðrar byggðir.
Nokkur tímamót urðu í vikunni þegar Aksel V. Johannesen lögmaður Færeyja lagði að nýju fram frumvarp á færeyska Lögþinginu um að opinbert félag, P/F Suðuroyartunnilin, fái heimild til að undirbúa, kostnaðargreina og bjóða út verk í tengslum við gangagerðina. Sú vinna gæti tekið um tvö ár og endanleg ákvörðun um hvort göngin verði grafin tekin að því loknu.
Heimild: Mbl.is












