Eignir félagsins voru bókfærðar á 3.761 milljón í lok árs 2024 og eigið fé nam 2.729 milljónum.
Stekkur eignarhaldsfélag hagnaðist um 456 milljónir króna í fyrra, samanborið við 614 milljóna króna hagnað árið 2023. Hlutdeild í afkomu dótturfélaga var jákvæð um 456 milljónir.

Félagið á 79% eignarhlut í Límtré Vírnet og 95% í Securitas en félagið stækkaði eignarhlutinn á árinu 2024 og framseldi til Vara eignarhaldsfélags. Eignir voru bókfærðar á 3.761 milljón í lok árs 2024 og eigið fé nam 2.729 milljónum. Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir er forstjóri Stekks en félagið er í eigu Kristins Aðalsteinssonar.
Heimild: Vb.is












