
Raunkostnaður við framkvæmdir, viðhald og endurbætur á Fossvogsskóla vegna vandamála sem tengjast raka, myglu og öðru viðhaldi er þegar orðinn tæplega 4,2 milljarðar króna á tímabilinu 2018-2025 og stefnir í 5 milljarða áður en yfir lýkur.
Þetta kemur fram í svari skrifstofu framkvæmda og eignaumsjónar Reykjavíkurborgar til borgarráðs en tilefnið er þar að lútandi fyrirspurn Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni. Svarbréfið er frá 10. nóvember sl. en var fyrst birt opinberlega á dögunum, eftir að það var lagt fram á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar á mánudaginn í síðustu viku.
Heimild: Mbl.is











