Home Fréttir Í fréttum Þýskt fyrirtæki vill reisa vindmyllugarð í Grindavík

Þýskt fyrirtæki vill reisa vindmyllugarð í Grindavík

100
0
vindmyllur

Þýska fyrirtækið EAB vill fá heimild bæjaryfirvalda í Grindavík til að setja upp vindmyllugarð í sveitarfélaginu. Viljayfirlýsing um verkefnið er enn trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna. Kemur þetta fram í Fréttablaðinu.

<>

Að sögn Hjálmars Hallgrímssonar, formanns bæjarráðs, hefur EAB áður selt notaðar vindmyllur til uppsetningar á Íslandi en nú stefni fyrirtækið að vindmyllugörðum á eigin vegum hérlendis.

„Við viljum endilega byggja upp eins og allir vilja gera en það þarf að vinna þetta eitthvað betur. Þetta snýst líka um það að sveitarfélögin eru hvorki að fá aðstöðugjöld né fasteignagjöld né neitt annað af þessum mannvirkjum,” segir Hjálmar sem kveður EAB í raun vera að falast eftir að fá land í sveitarfélaginu fyrir ekki neitt.

„Þetta tekur landrými. Og fyrir hvað? Velvilja um að styðja við einhvers konar uppbyggingu í bænum, leikskólastarf og eitthvað svona. Þannig var beiðnin.” segir hann, en þó sé margt ákjósanlegt í hugmyndinni.

Heimild: Vb.is