Home Fréttir Í fréttum Gengi fasteignafélagsins Reita er komið niður fyrir útboðsgengi félagsins

Gengi fasteignafélagsins Reita er komið niður fyrir útboðsgengi félagsins

176
0

Gengi fasteignafélagsins Reita er komið niður fyrir útboðsgengi félagsins. Útboðinu lauk 27. mars og félagið var skráð í kauphöllina 9. apríl. Útboðsgengi í tilboðsbók A endaði í 63,5. Gengið er nú 63,3 í kauphöllinni, samkvæmt tölum á Keldunni, og hefur lækkað um 0,31% það sem af er degi. Í tilboðsbók B var lágmarksgengið í útboðinu 64 og er gengi félagsins því 1,1% lægra en lágmarksgengið. Vegið meðalgengi í útboðinu var 63,875 og er gengið nú 0,9% lægra.

<>

Landsbankinn selur 10% hlut

Landsbankinn tilkynnti í gær að bankinn hafi ákveðið að að bjóða til sölu allt að 10% eignarhlut í Reitum. Lágmarksgengið í söluferlinu er 63 eða 1,4% lægra en vegna meðalverðið í útboðinu.

Fyrirkomulag útboðsins verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð miðast við það gengi sem tilboðsgjafi leggur inn en útboðið verður þannig amerískt útboð (e. multi price). Fjárfestar geta skilað inn fleiri en einu tilboði.

Heimild: Vb.is