Úr fundargerð sveitastjórnar Skeiða- og Gnúpverjahreppurs þann 15.10.2025
Opnun tilboða í loftræstikerfi í íþróttamiðstöð í Árnesi
Útboð vegna verksins íþróttamiðstöð í Árnesi, „Loftræsting“ birt til auglýsingar þann 26. september 2025 á vefsíðu sveitarfélagsins og útboðsvef, sameiginlegs auglýsingavettvangs opinberra innkaupa.
Útboðsgögn voru afhent á rafrænu formi frá og með föstudeginum 26. september 2025. Skilafrestur tilboða var til kl. 10:00 hinn 13. október 2025.
Kostnaðaráætlun verksins var 78.000.000 kr. Eitt tilboð barst í verkið frá ÞH Blikk ehf., kt. 580196-3149 að upphæð 71.237.440 kr.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að taka tilboði ÞH Blikk ehf, kt. 580196-3149 í verkið „Loftræsting“ og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum.












