Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við húsnæði Brákarborgar tefjast

Framkvæmdir við húsnæði Brákarborgar tefjast

45
0
Mynd: Reykjavik.is

Bið verður á því að starfsemi leikskólans Brákarborgar flytjist aftur í húsnæðið við Kleppsveg. Framkvæmdir hafa staðið yfir eftir að í ljós komu gallar á byggingunni sem þurfti að athuga betur. Niðurstaða úttektar leiddi í ljós að þakið og þar með byggingin stæðist ekki núgildandi staðla varðandi burðarþol.

Ófyrirséðar tafir á framkvæmdum á húsnæðinu gera það að verkum að þeim mun ekki ljúka fyrr en í mars 2026 sem er breyting frá fyrri áætlunum.

Verkið hefur vaxið verulega í umfangi á framkvæmdatíma. Lengri tíma tók en áætlað var að fjarlægja ásteypulag af þaki byggingarinnar og þurrkun nýrrar steypu tók einnig lengri tíma en gert var ráð fyrir.

Mikilvægt er að vandað sé vel til verka og nýrri steypu og floti gefinn góður tími til að þorna áður en farið var í að byggja þak upp að nýju. Þá þarf að vinna frekar að styrkingu á plötu yfir kjallara auk annarra verka sem voru ófyrirséð en hafa bæst við á framkvæmdatíma.

Heimild: Reykjavik.is