Home Fréttir Í fréttum „Dýrasta hús Dan­merkur“ selt með miklum af­slætti

„Dýrasta hús Dan­merkur“ selt með miklum af­slætti

19
0
Lóðin er um 3.000 m² og húsið, sem er frá 1902, hefur staðið autt lengi. Ljósmynd: Home Hellerup

Fyrrum sendiráð Sádi-Arabíu að Lil­le Strand­vej 27 í Hellerup, á sjávar­lóð beint á móti Eyrar­sundi, stefnir í sölu með um­tals­verðum af­slætti.

Sam­kvæmt dönsku miðlunum Insi­de Business og Børsen eru tveir fast­eignaþróunar­aðilar að ganga frá kaupum á eigninni fyrir um 150 milljónir danskra króna, eða um 100 milljónum undir upp­haf­legu ásettu verði, 250 milljónir danskra króna, þegar eignin var sett á markað í gegnum fast­eigna­keðjuna Home.

Sam­kvæmt fast­eignasölunni hafa Sádarnir ekki notað eignina árum saman.
© Home Hellerup (Home Hellerup)

Þá var eignin sögð dýrasta hús Dan­merkur sem komið hefði á al­mennan markað.

Ásett verð er um 4,7 milljarðar ís­lenskra króna en kaup­verðið er í kringum 2,8 milljarðar.

Lóðin er um 3.000 m² og húsið, sem er frá 1902, hefur staðið autt lengi og er orðið sírýrt.

Sam­kvæmt fast­eignasölunni hafa Sádarnir ekki notað eignina árum saman og af þeim sökum er húsið ekki í sínu besta ástandi, en það var upp­haf­lega byggt árið 1902.
Sádi-Arabía rekur nú sendiráð á Øster­bro í Kaup­manna­höfn, en húsið í Hellerup hefur verið autt frá flutningum.

Fasteignasalan segir ekki þörf á viðgerðum en það er ljóst það þarf að mála húsið, verði það ekki rifið.
© Home Hellerup (Home Hellerup)

Þrátt fyrir ástandið var eignin aug­lýst án sér­stakra viðvarana um við­gerðaþörf.

Að sögn danskra fjölmiðla má hug­san­lega skipta lóðinni í allt að fjórar sjálf­stæðar lóðir og byggja sér­býli á hverri.

Fjár­festar benda á að óvissuþættir fylgi hugsan­legu upp­byggingar­verk­efni á lóðinni. Búast megi við átökum við sveitarfélagið og nágranna áður en heimildir fást og fram­kvæmdir hefjast.

Heimild: Vb.is