Home Fréttir Í fréttum 45 þúsund fermetrar standa auðir í borginni

45 þúsund fermetrar standa auðir í borginni

18
0
Fulltrúar stærstu fasteignafélaga landsins komu saman á fundi nýverið með borgarstjóra Reykjavíkur, Heiðu Björgu Hilmisdóttur. mbl.is/Karítas

Fulltrúar stærstu fasteignafélaga landsins komu saman á fundi nýverið með borgarstjóra Reykjavíkur, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, og Hjálmari Sveinssyni, fulltrúa í skipulagsráði og borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Fasteignafélögunum ásamt hópi þróunar- og uppbyggingaraðilum var boðið til þess að ræða borgarskipulag. Fundurinn opinberaði, að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins, algjört skilningsleysi borgarinnar varðandi rekstur og fjármögnun einkafyrirtækja.

Borgarstjóri segir lítið

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lýstu nokkrir fulltrúar félaganna á fundinum yfir mikilli óánægju með framgöngu borgarinnar í skipulagsmálum og sögðu samtalið við borgina einhliða.

Einn fulltrúinn benti á að það hefði verið sama hvað var gagnrýnt eða reynt að fá breytt; Hjálmar hefði þrætt fyrir flest en borgarstjóri að sama skapi sagt afar lítið.

Upplifun margra fulltrúa af fundinum hefði verið þannig að það ríki algjört skilningsleysi innan borgarinnar á öllu því sem viðkemur rekstri fasteignafélaga eða hvað varðar greiðslu og ábyrgð skulda í rekstri.

Heimild: Mbl.is