Home Fréttir Í fréttum Hafa engu svarað um Brákarborg

Hafa engu svarað um Brákarborg

109
0
Framkvæmdir við Brákarborg standa enn yfir þótt þeim eigi að vera löngu lokið. Byggingin stóðst ekki gildandi staðla um burðarþol. mbl.is/Birta Margrét

Ekki hefur enn verið orðið við ítrekuðum óskum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði um kynningu á þeim framkvæmdum sem enn standa yfir í húsnæði leikskólans Brákarborgar við Kleppsveg, þrátt fyrir að ráðið hafi samþykkt einróma á fundi sínum 24. september sl. að það fengi kynningu á framkvæmdunum og að þeim fulltrúum ráðsins sem þess óskuðu yrði gefinn kostur á að kynna sér framkvæmdirnar á verkstað.

Svo segir í fyrirspurn sjálfstæðismanna í ráðinu þar sem spurt er um hví umrædd kynning hafi enn ekki farið fram þrátt fyrir margítrekaðar óskir þar um. Spurt er hvort ætlunin sé að tefja umrædda kynningu og þar með framlagningu upplýsinga um yfirstandandi framkvæmdir við Brákarborg uns þær verða yfirstaðnar.

Heimild: Mbl.is