Home Fréttir Í fréttum Borgin losar menguð efni í nýju íbúðahverfi

Borgin losar menguð efni í nýju íbúðahverfi

42
0
Hreinsibílar borgarinnar sturta uppsópi af götum í þróna sem er á næstu lóð við blokkir í byggingu. mbl.is/Eyþór

Nýbyggingahverfið á Ártúnshöfða er farið að taka á sig mynd þar sem byggingar rísa á atvinnusvæði sem senn mun víkja fyrir íbúðabyggðinni. Á lóðinni Þórðarhöfða 4, þar sem grænu braggarnir standa, er þró til að tæma hreinsibíla sem þrífa götur borgarinnar.

Efni sem þar er sturtað getur verið þungmálmamengað en undir þrónni er olíu- og sandskilja. Uppbygging íbúðahverfis er hafin á næstu lóð við þróna.

Lóðin er ekki afgirt en samkvæmt upplýsingum blaðsins flæðir inn í braggana sem standa vestan og neðan við þróna þegar hún fyllist í mikilli úrkomu.

Heimild: Mbl.is