
Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar (IER) gagnrýnir harðlega stjórnsýslu og ákvarðanatöku borgarinnar við gerð samninga um nýtingu bensínstöðvalóða á árunum 2021 og 2022. Skýrsla þess efnis verður lögð fram á fundi borgarráðs í gær, en óskað var eftir henni fyrir nær einu og hálfu ári, í maí 2024.
Borgin samdi við olíufélögin um að þau fækkuðu bensínstöðvum í borginni um nær þriðjung, en að þau héldu lóðunum og skipulagi yrði breytt með þéttingu byggðar að leiðarljósi.
Þá gætu þau selt byggingarréttinn, sem gæti reynst afar verðmætur. Fjölmiðlaumfjöllun og hörð gagnrýni í upphafi liðins ár varð til þess að IER var falið að fjalla um málið í heild.
Heimild: Mbl.is