Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í verkið Lágafellslaug, Nýr heitur pottur.
Verkefnið felst í byggingu á nýjum heitum potti sem hefur óhindrað aðgegni fyrir fólk í hjólastól.
Verkataki skal fletta upp yfirborðsefni á framkvæmdasvæðinu og loka snjóbræðslulögnum þar sem það reynist nauðsynlegt, en lyfta öðrum upp og geyma upp við bráðabirgðaveggina. Þá skal verktaki stoða undir plötubrúnir í kjallar og saga og brjóta úr loftaplötu, nokkrum súlum og úr gólflplötu fyrir nýjum undirstöðum.
Verktaki skal því næst slá upp fyrir nýjum mannvirkjum, járnbenda og steypa. Að því búnu skal verktaki koma fyrir öllum tæknibúnaði og ganga frá öllu nýju yfirborði í samræmi við útboðsgögn.
Helstu magntölur eru:
- Steypumót 282 m2
- Bendistál 370 kg
- Steypa 49 m3
- Fjarlægja og farga steypu 25 m3
- Flísalögn 113 m2
- Málun 497 m2
- Handrið 14 lm
Verkinu skal að fullu lokið í samræmi við ákvæði útboðsgagna þ.e. 1. júní 2026.
Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds í gegnum mos@mos.is frá og með miðvikudeginum 15. október 2025 kl. 13:00.
Tilboði ásamt umbeðnum fylgigögnum skal skila rafrænt með tölvupósti á netfangið mos@mos.is eigi síðar en þriðjudaginn 4. nóvember 2025, kl. 11:00.
Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða sendar bjóðendum og birtar á vef Mosfellsbæjar að opnun lokinni