Björgunarsveitir á Indónesíu hafa bjargað 141 undan rústum margra hæða skólahúss sem hrundi til grunna á mánudaginn. Þar af reyndust 37 vera látin og 104 lífs.
Enn er 26 saknað að því er fram kemur í tilkynningu björgunarsveita. Vonir standa til að á morgun hafi tekist að hreinsa nægilega frá svo greina megi hve mörg liggja enn undir brakinu.
Fjölskyldur þeirra sem saknað var heimiluðu notkun þungavinnuvéla á fimmtudag þegar sá tími var liðinn sem talið er líklegast að fólk sé enn á lífi undir fargi.
Heimild: Ruv.is