Utanríkisráðuneytið, varnarmálaskrifstofa og Landhelgisgæslan, varnarmálasvið vekja athygli á forútboði Mannvirkjastofnunar norska varnarmálaráðuneytisins fyrir endurnýjun skrifstofuhúsnæðis fyrir sameiginlegu herþjálfunarmiðstöð Nato (e. Joint Warfare Centre) í Stavanger í Noregi.
Verkefnið felur í sér endurnýjun á tækjabúnaði og skrifstofurými að heildarstærð um 1.800 m2.
Útboðsgögn afhent: | 02.10.2025 kl. 12:00 |
Skilafrestur | 31.10.2025 kl. 10:00 |
Opnun tilboða: | 31.10.2025 kl. 11:00 |
Um forútboð er að ræða og skulu áhugasöm fyrirtæki hafa samband við eftirfarandi tengilið varðandi kröfur fyrir þátttöku. Formleg beiðni um þátttöku, þar sem m.a. er gert grein fyrir hæfi þátttakanda, skal berast fyrir 31. október n.k. til tengiliðar:
Elizabeth Haugen Calder
Netfang: elizabeth.calder@forsvarsbygg.no