Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Miklar framkvæmdir staðið yfir á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík

Miklar framkvæmdir staðið yfir á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík

324
0

Undanfarið hafa miklar framkvæmdir staðið yfir á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík, en í vor og sumar hefur m.a. verið skipt um glugga á norðurhlið hússins. Nú er komið að suðurhlið lögreglustöðvarinnar, en ljóst er að útlit hússins mun taka breytingum. Viðhald er auðvitað nauðsynlegt, en í sumar voru liðin 50 ár frá því að lögreglan flutti fyrst með starfsemi á Hverfisgötu 113-115.

<>
Mynd:  Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Mynd:
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Þá kom umferðardeild lögreglunnar í kjallara, en umferðardeildin var áður til húsa í bragga við Snorrabraut og lögreglustöðin þá í Pósthússtræti 3. Ekki löngu seinna fékk Lögregluskólinn inni í húsinu og 1970 var fangageymslan tekin í notkun.
Tveimur árum síðar flutti lögreglan svo alla sína starfsemi í húsið, sem um tíma hýsti einnig ráðuneyti og almannavarnir. Þess má jafnframt geta að í eina tíð voru uppi áform um fleiri byggingar á lóð lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, en af því varð ekki.

Heimild: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu