Home Fréttir Í fréttum Vegur lagður að Vaðlaheiðargöngum

Vegur lagður að Vaðlaheiðargöngum

152
0
Framkvæmdir við nýjan þjóðveg í Fnjóskadal standa nú yfir. Vegurinn verður hluti af hringveginum þegar Vaðlaheiðargöngin verða tilbúin. Vegaframkvæmdir hinu megin við göngin hefjast svo í haust.

Nýji vegurinn er um 3 km langur og liggur hann frá Fnjóskadalsbrúnni að Vaðlaheiðargöngum. Annarsvegar er um nýja lögn að ræða og hinsvegar endurbætur á veginum sem fyrir er inn Fnjóskadalinn, en vegurinn verður hluti af hringveginum þegar göngin verða opnuð. Efni úr göngunum er notað í vegfyllingar en eins verður eitthvað af því malað og nýtt í burðarlög og jafnvel í klæðningar.

<>

„Við ætlum að keyra mestu mössunum í alla vegagferð hér í Fnjóskadal þannig að næsta vor verður í raun bara eftir að leggja klæðningar og burðarlög þannig að það verður komin tenging hérna næsta sumar á nýju vegina,” segir Einar Hrafn Hjálmarsson staðarstjóri Ósafls í Vaðlaheiðargöngum.

Stefnt er að því vegaframkvæmdir Eyjafjarðarmegin við göngin hefjist í haust. Þar á að koma hringtorg með þremur tengingum sem liggja til Akureyrar, í göngin og út á Grenivík og Víkurskarð. Áður en framkvæmdir geta hafist verður þó eitthvað að efninu sem mokað hefur verið út úr göngunum að víkja.

„Við eru komnir svona á endastöð með efnishaugana en það er allt í góðu lagi því við förum að mala núna úr haugunum og keyrum öllu efni sem kemur meira út úr göngunum ánnað tún sem gerir það að verkum að við getum þá lagt veginn núna í haust,” segir  Einar Hrafn.

Heimild: Ruv.is