Kristín Friðgeirsdóttir starfaði áður sem framkvæmdastjóri fjármála og stefnumótunar hjá Sýn á árunum 2021–2024.
Kristín Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Eflu. Hún tekur við starfinu af Sæmundi Sæmundssyni sem lét af störfum hjá félaginu í sumar.
Kristín var áður framkvæmdastjóri fjármála og stefnumótunar hjá Sýn á árunum 2021–2024 og hefur leitt fjölbreytt verkefni á sviði rekstrar, stefnumótunar og breytingastjórnunar.
Kristín var stjórnarformaður Haga um árabil og sat m.a. í stjórn Controlant, Eikar, Kviku banka og TM.
Kristín er með doktorsgráðu í verkfræði frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Frá árinu 2002 hefur hún gegnt prófessorstöðum við London Business School. Kristín hefur einnig unnið með innlendum og erlendum fyrirtækjum við stefnumótun og ákvarðanatöku.
EFLA veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns í sjö löndum. Höfuðstöðvar EFLU eru í Reykjavík en fyrirtækið hefur einnig öflugar svæðisskrifstofur í öllum landshlutum. Þá hefur EFLA dótturfyrirtæki í sex löndum utan Íslands: Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Póllandi, Frakklandi og Skotlandi.
Heimild: Vb.is