Slökkvilið Akureyrar var kallað út laust fyrir klukkan þrjú í gær vegna elds sem kviknaði í þakpappa nýbyggingar í Hulduholti.
Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Hann segir að einn dælubíll hafi verið sendur af stað.
Eldurinn var þó lítill og var að mestu búið að ráða niðurlögum hans þegar slökkviliðið kom á vettvang.
Heimild: Mbl.is